Dags og tímasetningar ræsinga má sjá hér

Í fyrsta sinn í ár, 2018 verður hjóluð ný leið út úr Reykjavík og inn í Hvalfjörð. Ræsing fer sem fyrr fram í Egilshöll. Við Egilshöll eru næg bílastæði, auk þess sem aðgengi að stofnbraut út úr Reykjavik er til fyrirmyndar. Við mælumst til þess að lið mæti með góðum fyrirvara en kallað verður inn í rásblokkir 15 mínútum áður en ræsing fer fram. Í fyrsta sinn verður liðum einnig boðið að skipta sér á rássvæði eftir áætluðum lokatíma liðsins, athugið að liðin ræsa samt sem áður samtímis.

Frá Egilshöll verður hjólað um Þingvallaveg og Kjósarskarðsveg inn í Hvalfjörð. Sérreglur gilda á þessum 38 km kafla frá Egilshöll og að lokum malarkafla á Kjósarskarðsvegi. 

Á þessum hluta leiðarinnar eru allar skiptingar bannaðar, að undanskildum 1 km sérmerktum kafla á Kjósarskarðsvegi, ekki má setja út nýjan hjólara og einnig er bannað að taka hjólara upp í, hjólari sem hefur þennan kafla þarf að ljúka honum.

Þó er leyfilegt að veita hjólara sem lendir í bilun alla þá aðstoð sem þarf til að hann geti lokið kaflanum. T.d. þá er leyfilegt að gera við hjól hans eða láta hann fá nýtt hjól ef þess þarf. 

Við minnum á að einungis einn bíll má fylgja hverju liði fyrsta hluta keppninnar. Verði lið uppvís að broti á þeirri reglu munu þau verða stöðvuð á leiðinni til þess að taka út tímavíti.

Athugið að á Kjósarskarðsvegi er 8,5 km malarkafli. Farið verður yfir ástand kaflans á keppendafundi mánudaginn 25.júní en þar standa yfir framkvæmdir og aðstæður geta breyst.

Liðið skal kynna sér fyrstu 38 km keppninnar vel og er nánari leiðbeiningar að finna hér:

Fyrsti hluti (6 km)

ENGAR SKIPTINGAR LEYFÐAR - STÝRÐUR HRAÐI

Lagt verður af stað frá Egilshöll í lögreglufylgd, undanfari stýrir hraða og er öllum liðum gert að virða þann hraða og gefa undanfara nægt athafna rými.

Annar hluti (18 km)

ENGAR SKIPTINGAR LEYFÐAR - KEPPNISHRAÐI FRJÁLS

Er komið er að hringtorginu við Álafoss er hraðinn gefinn frjáls en lögregla fylgir þó hópnum áfram.

Beygt er af Vesturlandsvegi (1) inná Þingvallaveg (36). 

Þingvallavegur verður lokaður í vestur átt við Grafning því ætti engin umferð að vera á móti hjólurum en hjólreiðamenn eiga þó að fylgja umferða reglum og halda sig á réttum vegarhelmingi.

Lögregla mun halda áfram að fylgja keppendum og passa að engin umferð taki fram úr hópnum að Kjósarskarðsvegi.

Þriðji hluti (14 km)

EIN SKIPTING LEYFÐ Á AFMÖRKUÐU SKIPTISVÆÐI

Beygt er af Þingvallavegi inná Kjósarskarðsveg (48).

0 km - 1 km Kjósarskarðssvegur: Skiptisvæði

Allar skiptingar fyrir malarkafla Kjósarskarðssvegar þurfa að fara fram hér, liðsbílar skulu stöðva og bíða fyrir utan þetta svæði.

Lið sem gera árásir eða reyna að nýta sér skiptisvæði til að stinga af eða setja pressu á önnur lið eiga hættu á að fá tímavíti.

1 km - 5,5 km Kjósarskarðsvegur: Svæði fyrir liðsbíla

Starfsfólk á vegum WOW cyclothon mun leiðbeina liðsbílum hvar þeir skulu leggja. Við biðjum keppendur vinsamlegast um að virða fyrirmæli sem starfsfólkið gefur.

5,5 km - 14 km Kjósarskarðsvegur: Malarkafli

ENGAR SKIPTINGAR LEYFÐAR! 

Hægt er að sækja kortin í hærri upplausn hér