Ábyrgð liggur hjá þátttakendum að þekkja reglur keppninnar, vanþekking á reglum dregur ekki úr gildi þeirra.

Það er mikilvægt að allir þátttakendur lesi allar reglur keppninnar vel og vandlega.

Reglurnar eru útgefnar á ensku sem er tungumál sem notað er víða og ætlað að gera sem flestum kleift að lesa reglurnar, innlendum sem erlendum þátttakendum. Verði til útgáfur á fleiri tungumálum mun sú enska gilda sé misræmi á milli útgáfa.

Reglur 2017 má nálgast á pdf hér.
Síðast uppfært 29. september 2017

Reglurnar eru tilkomnar af þremur meginástæðum:

  • Til að þjóna öryggi
  • Viðhalda sanngirni
  • Standa vörð um orðspor keppninnar

Við mælumst til ÞESS AÐ keppendur:

  • Komi vel fram við aðra keppendur og lið
  • Sýni af sér fyrirmyndarhegðun í umferðinni
  • Beri virðingu fyrir náttúrunni og öðrum vegfarendum

Markmiðið er að ljúka keppni og koma heil heim!

UPPFÆRSLA 13. JÚNÍ 2017

Hvalfjörður, seinni fylgdarbíll B-flokks.

Uppfærsla var gerð á reglu keppninnar, grein 1210, þar sem spurningar um túlkun reglunnar hafa vaknað vegna fylgdarbíla á Hvalfjarðarvegi (númer 47). Til þess að skilgreina regluna betur kemur nú fram að hvert lið í B-flokki má einungis hafa einn fylgdarbíl í Hvalfirði (vegur númer 47) frá því að fyrsti keppandi (hjólreiðamaður/kona) sama flokks kemur inn á veg 47 og þar til síðasti keppandi hefur yfirgefið veg 47.

Báðir bílar liðanna, kjósi þau að hafa tvo bíla mega keyra veg 47 en ekki samtímis séu keppendur (hjólreiðafólkið) komnir inn á veginn.

Skiptingar, fylgdarbílar B-flokks.

Við vildum koma á framfæri túlkun á reglum um fylgdarbíla. Hægt er að nota báða fylgdarbíla til þess að skipta út hjólreiðafólki. Dæmi er Öxi. Þá er annar fylgdarbíllinn farinn á undan og bíður neðst í firðinum eftir að keppandi komi niður af heiðinni. Þar bíður hjólari og skipting er framkvæmd. Hinn fylgdarbíllinn keyrir á eftir niður Öxi. Þetta er fyrirkomulag sem eykur öryggi.

Við minnum þó á að ekki er ætlast til þess að báðir fylgdarbílar fylgi keppanda beint á eftir, það skapar aukna hættu í umferðinni. Aðalfylgdarbíllinn sem ber GPS trackerinn skal fylgja keppenda.

VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á EFTIRFARANDI ATRIÐI ÚR REGLUM ÁRIÐ 2017

Vinsamlegast athugið að liðsstjórum og liðsmönnum öllum er skylt að kynna sér allar reglur, þetta er ekki tæmandi listi yfir reglurnar eða breytingar á þeim á milli ára.

Flokkar (e. Racer categories) og undirflokkar (e. subcategories)

Lið mega vera samsett á hvaða hátt sem er hvað kynjaskiptingu varðar. Öll lið sem ljúka keppni fá þátttökumedalíu en athugið að einungis er veitt verðlaun fyrir undirflokka á verðlaunaafhendingu. Lið sem vilja eiga kost á að vinna til verðlauna verða að uppfylla skilyrði viðkomandi undirflokks. Vinsamlegast kynnið ykkur vel undirflokka keppninnar og gætið að því að skrá ykkur í þann sem við á.

Grein 200 (Refsingar)

Dómurum og keppnisstjórn er heimilt að beita eftirfarandi refsingum gegn broti á reglum. Til þess að taka út refsingu getur liði verið skipað til að stöðva og taka út refsinguna á þeim stað sem því er úthlutað. Sé lið á þeim stað í keppninni að ekki sé hægt að stöðva ferð þess verður refsingu bætt við heildartíma liðsins eftir að það kemur í mark.

Penalty Structure:
1st Penalty 15 minutes
2nd Penalty 15 minutes (Total – 30 minutes)
3rd Penalty 30 minutes (Total – 60 minutes)
4th Penalty 45 minutes (Total – 105 minutes)
5th Penalty 60 minutes (Total – 165 minutes)
6th Penalty Disqualification

 

Grein 800 (atriði 6)

Hjólreiðafólki er óheimilt að hjóla á móti keppnisstefnu. Dæmi: Þegar hjólreiðamaður/kona víkur til hægri eftir skiptingu við liðsfélaga er óheimilt að þvera veginn og hjóla á móti bílnum. Annað hvort verður liðsbíllinn að rúlla rólega á staðinn og sækja þann sem er að klára sína vakt eða sá einstaklingur verður að fara af hjólinu og labba með vegkantinum til baka.

Reglan á einnig við um þá sem eru að koma inn á vaktina, þeim er óheimilt að hjóla á móti keppnisstefnu á meðan beðið er eftir þeim liðsfélaga sem er á leið í hvíld.

Skiptingar skulu fara fram fyrir framan liðsbíla.

Racers must not ride on the Race Route in reverse direction. If a Racer rides past an Exchange or support location, the Racer must get off the bicycle and walk back to that point or wait for the Support Vehicle to pick them up.

Grein 1210 (Fyrstu kílómetrar keppninnar)

Keppendur þurfa að kynna sér yfirlitskort yfir fyrstu kílómetra keppninnar fyrir keppni en sérstakar reglur gilda um skiptingar og framgang keppni á fyrstu kílómetrum keppninnar. 

Eins og áður er liðum í B-flokki er einungis heimilt að láta annan fylgdarbílinn fylgja á fyrstu kílómetrum keppninnar eða eftir að lögreglufylgd lýkur.

Grein 1220 (Síðustu kílómetrar keppninnar)

Keppendur þurfa að kynna sér yfirlitskort yfir síðustu kílómetra keppninnar fyrir keppni en sérstakar reglur gilda um á síðustu kílómetrum keppninnar. 

Nýjung árið 2018 verður að einungis ein bifreið má fylgja hjólreiðafólkinu síðustu kílómetra keppninnar sé lið í B-flokki með tvær bifreiðar.

ANNAÐ

Athugið að sú nýbreytni verður að lið geta sótt um að samnýta liðsbíla hjóli þau undir merkjum sama styrktaraðila og/eða hóps.

Strangari reglur gilda nú um tilkynningar um brot á reglum og formlegar kærur. Við biðjum keppendur að virða þau tímamörk sem kærum eru gefin.

Þær reglur keppninnar sem áður voru í gildi gilda enn. Athugið að sumar hafa verið umorðaðar og skilgreindar nánar til þess að forðast vafaatriði í dómgæslu og túlkun reglanna.

Breytingar á liðaskipan er hægt að gera til og með 14. Júní. Liðsstjórar hafa aðgang að þar til gerðu heimasvæði til að gera þessar breytingar. Eftir 14. Júní verður áfram hægt að gera breytingar fram að brottför en gegn vægu umsýslugjaldi, 3.500 kr. fyrir hverja breytingu.