Hjólað er um hringveg 1 með nokkrum undantekningum.

Hjólað er með boðsveitarformi réttsælis hringinn í kringum Ísland, 1358 km. Farið er um Þjóðveg 1 með fjórum undantekningum: Farið er norður fyrir landið um Hvalfjörð en ekki Hvalfjarðargöng. Rétt áður en komið er að Mývatni er tekin vinstri beygja og hjólað yfir ána Laxá, farið norðan megin fyrir vatnið, um Þjóðveg 1. Nokkru seinna er tekin hægri beygja í átt að Reykjahlíð og því næst vinstri beygja áleiðis til Egilsstaða. Ekki skal því hjóla sunnan megin við vatnið um veg 848 fram hjá Dimmuborgum. Allir flokkar skulu fara um Öxi, veg 939, en ekki um Breiðdalsheiði, Þjóðveg 1. Því þurfa lið að hafa með sér fjallahjól eða cyclocross-hjól til að hjóla 29 km malarkaflann á þeirri leið.. Frá Selfossi er beygt til suðurs, veg 34 framhjá Eyrarbakka og inn á Suðurstrandarveg (veg 427) inná Krýsuvíkurveg (42) gegnum Krýsuvík og að marki sem verður á Hvaleyrarvatnsvegi. Hluti leiðarinnar á vegi 427 og vegi 939 er ekki malbikaður og verður hvert lið að ákveða hvort skipt sé yfir á cyclocross hjól eða hvort götuhjólið þoli mölina.

KORT

Smellið hér fyrir stærra kort. Vinsamlegast athugið að kortið sýnir leið sem hjóluð var árið 2017. Uppfært kort fyrir 2018 birtist þegar nær dregur en breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi fyrstu kílómetra keppninnar.

GPX

Hlaðið niður hér