Hjólað verður niður Krýsuvíkurveg frá Kleifarvatni í átt að Hafnarfirði.

Beygt er útaf Krýsuvíkurvegi til hægri inná Hvaleyrarvatnsveg áður en komið er að Álfhellu.

Frá gatnamótunum er um það bil 1 km í mark.

Fylgdarbílar skulu víkja af Hvaleryarvatnsvegi til vinstri inná malarplan áður en komið er að endamarkinu.

Leiðin er valin með öryggið í fyrirrúmi þar sem aðrar leiðir að höfuðborgarsvæðinu eru ekki ákjósanlegar þar sem umferð er þung og hröð.

Sú nýbreytni verður árið 2018 að einungis ein bifreið má fylgja hjólurum síðustu kílómetra keppninnar, nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur keppni.

Athugið að yfirlitskortið hefur ekki verið uppfært fyrir árið 2018 og getur endanlega staðsetning endamarksins færst á veginum. Nákvæmar vegalendir frá beygju inn á Hvaleyrarvatnsveg og inn að endamarki verða birtar síðar.

endamark-yfirlitskort-en.jpeg