Endamark keppninnar verður staðsett á Hvaleyrarvatnsvegi. Þátttöku hvers liðs lýkur þegar fremsta hjól frá hverju liði fer í gegnum tímatökuhlið við endamark.

Í A og B flokk þarf að passa að tímatökuflaga sé á hjóli þess hjólara sem reiknað er með að fari fyrstur yfir endmarkslínuna til þess að tímataka sé sem nákvæmust. Ef skera þarf úr um úrslit milli liða verður notast við myndavél sem staðsett verður í endamarkinu og skal miða við það þegar fremsti punktur framdekks fremsta hjóls hvers liðs mætir lóðlínu yfir fremri brún endalínu.

Sérreglur gilda um síðustu 20 km WOW cyclothon og eru þær nánar tilgreindar hér að neðan:

Beygt er inn á Krýsuvíkurveg (42) af Suðurstrandarvegi (427)

Sérreglur gilda eftir að komið er framhjá Fúlapolli og bílastæðinu við Seltún. Hérna eru um 20 km eftir í mark. (sjá mynd hér að neðan)

Á þessum hluta leiðarinnar eru engar skiptingar leyfðar, ekki má setja út nýjan hjólara og einnig er bannað að taka hjólara upp í, hjólari sem hefur þennan kafla þarf að ljúka honum og sá sem vill hjóla í mark þarf að hjóla allan kaflann.

Þó er leyfilegt að veita hjólara sem lendir í bilun alla þá aðstoð sem þarf til að hann geti lokið kaflanum. T.d. þá er leyfilegt að gera við hjól hans eða láta hann fá nýtt hjól ef þess þarf. 

Beygt er útaf Krýsuvíkurvegi til hægri inná Hvaleyrarvatnsveg áður en komið er að Álfhellu.

Frá gatnamótunum er um það bil 1 km í mark.

Fylgdarbílar skulu víkja af Hvaleryarvatnsvegi til vinstri inná malarplan áður en komið er að endamarkinu. 

Leiðin er valin með öryggið í fyrirrúmi þar sem aðrar leiðir að höfuðborgarsvæðinu eru ekki ákjósanlegar þar sem umferð er þung og hröð.

Hægt er að sækja kortin í hærri upplausn hér