Úrslit 2012

Fyrstu WOW Cyclothon keppninni er nú lokið. Keppnin fór fram við frábærar aðstæður og gekk framkvæmd hennar og skipulag vonum framar. Það sem kom hvað mest á óvart var að flest, ef ekki öll liðin, luku keppni á mun betri tíma en þau áttu von á. Nú þegar er hafin skipulagning fyrir árið 2013 og hafa skipuleggjendur fundið fyrir miklum áhuga, bæði hérlendis og erlendis frá. Við munum birta myndir, sögur o.fl frá keppninni nú í ár á allra næstu dögum hérna á síðunni. Við munum síðan birta upplýsingar um WOW Cyclothon 2013 hérna á síðunni í ágústmánuði.

En hér koma úrslit 2012:

1. Piltarnir, tími: 40:57
2-4. HMS-A, tími: 42:27
2-4. Landsvirkjun HMS-B, tími: 42:27
2-4. WOW Force One, tími: 42:27
5. Fókus, tími: 43:40
6. WOW Freyjur, tími: 43:42
7. Bílskúrsbandið, tími: 43:47
8. Spaðarnir, tími: 44:40
9-10. Kátir Hnakkar, tími: 47:10
9-10. Járnkallarnir, tími: 47:10
11. Silfurskotturnar, tími: 51:55
12. Hjólalöggur, tími: 52:45
13. Fjögur í veislu, tími: 56:10