Áheitanúmer
2008
Landslög
Hefur safnað: 134.000 kr.

Grímur Sigurðsson er mikill prinsippmaður.  Hann tók þátt í WOW Cyclothon í allra síðasta sinn í fyrra, en mætir auðvitað ótrauður til leiks í ár.  Grímur hugsar vel um fæturna, eða „stimplana“ eins og hann kallar þá (eða „saltstangirnar“ eins og konan hans kallar þá) og fer reglulega í skröpun.  Hann stærir sig af silkimjúkri húð á sköflungunum og mun bjóða áhorfendum upp á gagnvirka skoðun á þeim á Akureyri og við Vík í Mýrdal.

Ívar Pálsson kveðst vera eigandi Dekhill Advisors Ltd.  Eina skiptið sem Ívar hefur farið í vont skap var þegar hann týndi skattkortinu sínu í bringuhárunum á sér.  Ívar hefur tekið þátt í WOW Cyclothon nokkrum sinnum, en það er bókstaflega ekki í frásögur færandi.

Sveinbjörn Claessen, eða „Sveinbarn“, lærði að bera fram eftirnafnið sitt þegar hann var átján ára.  Sveinbjörn hugsar mikið um útlitið og hjólar með eyrnapinna og augnháraplokkara á hjólinu.  Uppáhaldssjónvarpsefni Sveinbjörns er allt efni með Sarah Jessica Parker og Boga Ágústssyni.

Tómas Magnús Þórhallsson, eða „Meistari Alheimsins“ eins og vinir hans kalla hann, hefur átt marga góða daga.  Dagurinn sem hann ákvað að taka þátt í WOW Cyclothon var ekki einn af þeim.  Tómas lét fjarlægja hnéskeljarnar fyrir keppnina og hyggst hjóla með aðstoð dávalds.  Tómas er bilaður maður. 

Hrannar Freyr Hallgrímsson gull- og silfursmiður, eða „Beibið“, er annar tveggja bílstjóra liðsins.  Hrannar flaug sérstaklega til Kína til að kaupa ökuskírteini fyrir keppnina.  Frá barnæsku hefur Hrannar dreymt um að vera lokaður inni í þröngu rými með fimm sveittum karlmönnum í tvo sólarhringa án svefns.  Nú rætist draumurinn loksins.

Styrmir Gunnarsson, eða „Ritstjórinn“ er hinn bílstjóri liðsins.  Styrmir er yfirleitt í vondu skapi og það þarf lítið til að fjúki í hann.  Styrmir er eingöngu fenginn til að aka bílnum, en ekki til að létta andrúmsloftið á leiðinni.  Styrmir þarf að nota gleraugu við akstur og rakstur.  Hlutaðeigandi eru beðnir um að láta lögreglu vita ef hann svíkst um það.

Heimasíða: https://www.facebook.com/wowlandslog/?fref=ts

WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni á Íslandi þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Keppnin í ár fer fram dagana 20.-23. júní. Í ár hjóla keppendur til styrktar Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Skilaboð

Stöðuþráður

Nýjustu framlögin
 • 3.000kr.
  Siglið þessu heim elsku vinir!
  Pabbi Kollvik
 • 5.000kr.
  Elligvud
 • 5.000kr.
  SMS áheit
 • 1.000kr.
  SMS áheit
 • 5.000kr.
  Þið eruð duglegastir elsku strákarnir mínir!
  Annamín
 • 5.000kr.
  Þið eruð alveg með þetta.
  GCl
  1/ 6  

Samtals áheit:32