Rásmark

Staðsetning

Ræst verður frá Egilshöll 14. og 15.júní samkvæmt eftirfarandi dagskrá

Dagskrá ræsingar

Einstaklingsflokkur

14.júní 2016 kl. 17:00

Hjólakraftur

14.júní 2016 kl. 18:00

A-flokkur 4ra manna liða

15.júní 2016 kl. 17:00

B-flokkur 10 manna liða

15.júní 2016 kl. 18:00 

Frekari upplýsingar fyrir keppendur er að finna hér

Frekari upplýsingar fyrir áhorfendur er að finna hér

Við Egilshöll eru næg bílastæði, auk þess sem aðgengi að stofnbraut út úr Reykjavik er til fyrirmyndar. Við mælumst til þess að lið mæti með góðum fyrirvara en kallað verður inn í rásblokkir 10 mínútum áður en ræsing fer fram. 

Keyrt verður á undan hópnum á hraða sem allir ráða við þangað til komið er að hringtorgi þar sem Vesturlandsvegur (nr. 1) mætir afleggjaranum inn á Þingvallaveg (nr. 36). Hópurinn mun halda áfram beint í gegnum hringtorgið en eftir að komið er út úr hringtorginu mun bíllinn auka hraðann jafnt og þétt fram að Esjurótum. Þar verður keppnin verður gefin laus. Bíllinn mun halda áfram að keyra á undan hópnum fram að beygjunni inn í Hvalfjörð þar sem bíllinn stöðvar en hópurinn beygir inn á veg nr. 47 og heldur áfram inn í fjörðinn.

Síðast en ekki síst minnum við á að einungis einn bíll má fylgja hverju liði í gegnum Hvalfjörð. Verði lið uppvís að broti á þeirri reglu munu þau verða stöðvuð á leiðinni (á N1 Akureyri, Egilsstöðum eða Hvolsvelli) til þess að taka út tímavíti.

Hér má sjá kort af rásmarkinu

Rásmark