Leiðin

Kort

Smellið hér fyrir stærra kort. Þar er hægt að sjá hvar er lögreglufylgd, skiptisvæði í Hvalfirði og gatnamót á leiðinni.

GPX

Hlaðið niður hér

Skiptisvæði í Hvalfirði

Athugið að ávallt skal nota bílaplön, afleggjara og aðra hentuga staði til þess að stöðva liðsbifreiðar. Hjólreiðafólk þarf að geta nýtt hægri akgreinina til þess að einbeita sér að keppninni og hafa pláss til skiptinga. Ekki er skylda að framkvæma skiptingu á öllum skiptistöðvum.

Lýsing

Frá rásmarki verður hjólað gegnum Mosfellsbæ inn á þjóðveg 1. Honum verður fylgt í Kollafirði og gegnum Kjalarnes. Beygt verður til hægri, inn á Hvalfjarðarveg #47. Eftir að beygjan hefur verið tekið skal hjóla inn að Tíðarskarði en þar hefst Skiptisvæði A.

Skiptisvæði A: Frá bílaplaninu við Tíðarskarð og inn að Eyrarfjallsvegi (afleggjari að Miðdal). Svæðið spannar 3 km leið og má skipta hvar sem er á þessu bili.

Frá enda skiptisvæðis A og að byrjun skiptisvæðis B er um 11 km leið.

Skiptisvæði B: Frá planinu við Félagsgarð (félagsheimilið Drengur í Kjós) og að Kjósaskarðsvegi. Svæðið spannar um 1 km leið og má skipta hvar sem er á þessu bili.

Frá enda skiptisvæðis B og að byrjun skiptisvæðis C er um 12 km leið.

Skiptisvæði C: Við Skógræktina við Fossá. Liðsbílar hafa leyfi frá Skógræktinni til þess að keyra upp á bílaplan þeirra við Fossá. Þar er gott pláss til þess að leggja liðsbílum á meðan skipting fer fram en passa verður að hindra ekki aðgang annarra liðsbíla inn og út á planið.

Frá enda skiptisvæðis C til byrjunar skiptisvæðis D er um 14 km leið.

Skiptisvæði D: Svæðið fyrir framan bílaplönin í nágrenni Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Liðsbílar skulu víkja inn á bílaplönin.

Frá enda skiptisvæðis D til byrjunar skiptisvæðis E er um 14 km leið.

Skiptisvæði E: Svæðið við Sundlaugina Hlaðir. Þar er gott bílaplan þar sem liðsbílar skulu nýta við skiptingu.

Frá enda skiptisvæði E skal hjóla að hægri beygju inn á Þjóðveg 1, um 12 km leið. Eftir að beygjan hefur verið tekin inn á þjóðveg 1 eru skiptingar gefnar frjálsar.

Vegalengdir á milli skiptisvæða

Start -> A = 23,3 km
A -> B = 10,8 km
B -> C = 11,6km
C -> D = 13,7km
D -> E = 7,8km
E -> Þjóðvegur 1 = 12km

Kort af skiptisvæðum