Endamark

Frekari upplýsingar fyrir keppendur má finna hér

Frekari upplýsingar fyrir áhorfendur má finna hér

Síðustu kílómetrar WOW Cyclothon verða með sama sniði og áður. Hjólaður verður Krísuvíkurvegur frá Kleifarvatni í átt að Hafnarfirði. Ekki er unnt að staðfesta á þessum tímapunkti hvort vegurinn verður malbikaður í tæka tíð eða hvort lið þurfi að gera ráð fyrir stuttum malarkafla.

Leiðin er valin með öryggið í fyrirrúmi þar sem aðrar leiðir að höfuðborgarsvæðinu eru ekki ákjósanlegar þar sem umferð er þung og hröð.

Þegar komið er að gatnamótum Krísuvíkurvegar og Hraunhellu er þar hringtorg. Keppendur sem klára endasprett liðanna munu hjóla beint áfram út úr hringtorginu, taka aflíðandi beygju (nóg pláss er í beygjunni) og er endamarkið um 100 metrum síðar.

Fylgdarbílar liðanna mega EKKI fylgja keppendum frá hringtorginu og að endamarkinu. Í staðin fyrir að elta keppendur beint út úr hringtorginu er beygt til vinstri (þriðja exit) út úr hringtorginu inn Hraunhellu. Beint í kjölfarið er tekin hægri beygja inn Hringhellu og haldið áfram inn í Steinhellu (um 300 m akstur) þar sem verða næg bílastæði.

Lið geta því einnig sent bíla sína á undan þar sem þeir liðsfélagar sem ekki hjóla lokasprettinn og bílstjórar geta komið sér fyrir á áhorfendasvæði.

Þegar liðið hefur skilað sér í mark fer allt liðið og fylgdarfólk á verðlaunapall þar sem afhent verða verðlaun og teknar myndir.

Yfirlitskort

Endamark