Keppnin

WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig er í boði að hjóla í sóló-flokk en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana.

WOW Cyclothon er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt. WOW Cyclothon sameinar stórbrotna náttúru Íslands, keppni, samkennd, þrautseigju og liðsvinnu á ótrúlegan hátt.

Í WOW Cyclothon er hægt að skrá sig til leiks í þremur flokkum. A-flokkur 4ra mann liða, B-flokkur 10 manna liða og einstaklingsflokkur. Auk þess er sérflokkur fyrir lið Hjólakrafts sem heldur utan um yngslu keppendur WOW Cyclothon.

Keppendur í WOW Cyclothon er ekki einungis að keppast við að verða fyrstir til að hjóla hringinn heldur fer fram áheitasöfnun þeirra á milli þar sem lið keppast við að safna sem flestum áheitum til styrktar góðu málefni.